Skilmálar

Almennt
Skarkali áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Skarkali ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Skarkala til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 21 dag til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd með innleggsnótu. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Skarkala með spurningar.

Ábyrgð
Varan er seld með þeim fyrirvara að ábyrgð er tekin á framleiðslugalla sem kemur í ljós á fyrstu 3 dögum eftir að varan er keypt, miðað við eðlilega notkun. Kaupandi þarf sjálfur að standa straum af kostnaði við að koma gallaðri vöru til okkar, nema um annað hafi verið samið.
Ábyrgð fellur úr gildi ef varan hefur orðið fyrir skemmdum af sökum slæmrar eða rangrar meðhöndlunar að mati Skarkala eða skemmst í flutningum.  Ábyrgð er ekki tekin á eðlilegu sliti vörunnar.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Mótorhjól og skutlur

Ábyrgð hjóli
Tveggja ára ábyrgð er á öllum nýjum mótorhjólum/skutlum frá Lexmoto og nær til hvers konar agnúa sem rekja má til galla í framleiðslu eða við samsetningu við eðlilega notkun í 2 ár (setja inn texta með km akstur?).

Atriða sem ábyrgðin nær ekki til
Eðlilegt slit:
Skrölt, hljóð, slit og rýrnun, svo sem aflitun, upplitun eða aflögun.

Tjón af utanaðkomandi þáttum:
Ill meðferð eða vanræksla, misnotkun, t.d. kappakstur eða ofhleðsla, Ísetning annarra varahluta en þeirra sem viðurkenndir eru af Lexmoto, skortur á réttu viðhaldi, þ.m.t. notkun annarra vökva en þeirra sem tilgreindir eru í eigandahandbókinni.

Viðhaldskostnaður:
Eðlilegur viðhaldskostnaður, svo sem skipting á vökvum og síum, smurning, reimar, bætiefni, þrif og bónun, endurnýjun kerta, öryggja og ljósapera, hemlaklossum, hemlaborðum og kúplingu og ryð sem rekja má til utanaðkomandi ákomu s.s. vegna steinkasts.

Þess ber að geta að ökutækjum skal viðhaldið samkvæmt vörulýsingu og leiðbeiningum framleiðandans og ber eigandi viðkomandi ökutækis kostnaðinn við slíkt viðhald. Sé það ekki gert getur það valdið ógildingu ábyrgðar varðandi hluti sem þarfnast viðhalds. Eigandi/umráðamaður ber ábyrgð á því að halda nauðsynlegar skrár til að sanna að slíkt viðhald hafi farið fram.

Skilafrestur
Ef kaupandi ákveður að hætta við kaup á mótorhjóli eða skutlu eftir að hafa borgar staðfestingargjald fyrir pöntun fæst staðfestingargjald ekki endurgreitt nema að umrætt hjól seljist.

Pöntun á hjóli
Frá því að hjól er pantað og staðfestingargjald er greitt getur liðið 3-5 vikur að hjól sé afhent að utan.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.
Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Skarkala og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +354 412 2600.