Llexiter Ltd. er breskt fyrirtæki sem hefur verslað með kínversk mótorhjól frá árinu 1997, og hefur því góð sambönd inn í kínversku mótorhjólaframleiðsluna. Árið 2009 ákvað Llexiter Ltd. að nýta sér þessi sambönd og láta framleiða fyrir sig mótorhjól undir eigin nafn. Lexmoto hjólin eru því framleidd úr bestu íhlutum sem hægt er að fá í Kína. Lexmoto hafa verið söluhæstu hjólin í Bretlandi undan farin ár, enda búin að geta sér gott orð fyrir áreiðanleika og lágt verð.
Verðlaun sem Lexmoto hefur unnið til
Scooter Franchise of the Year: árið 2014 og 2016 og 2. sæti árið 2017.
Motorcycle franchise of the year: 2. sæti árið 2016, fyrsta sæti árin 2018 og 2019